Skólameistari hefur sent frá sér tilkynningu sem hljóðar svo:

"Vegna frétta í fjölmiðlum um bréf sem afhent var í skólanefnd 28. október 2014 og varðaði kvörtun vegna orða og framkomu tveggja kennara þykir rétt að birta upplýsingar um afdrif málsins á vef skólans.  Þó skal tekið fram að að jafnaði er ekki fjallað opinberlega um mál einstakra starfsmanna skólans.

Málin voru rannsökuð í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og andmælaréttar kennaranna gætt. Rannsóknin staðfestir ekki þær alvarlegu ásakanir sem fram koma í umræddu bréfi og leiddi í ljós að í hvorugu tilvikinu væri tilefni til að veita áminningu samkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.

Skólameistari"