MA
MA

Menntaskólinn á Akureyri hefur unnið með mál fyrrum nemanda skólans sem neyddist til að hætta námi vorið 2021 vegna sögusagna og alvarlegra ásakana. Þegar samskonar ásakanir komu upp í Menntaskólanum við Hamrahlíð í haust gagnvart sama nemanda voru þær skoðaðar af ráðgjafarhópi á vegum mennta-og barnamálaráðuneytis og reyndust ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. (Sjá yfirlýsingu MH: https://www.mh.is/is/frettir/vegna-eineltismala-sem-tilkynnt-voru-til-mh-i-kjolfar-nafnaritunar-innan-veggja-skolans)

MA lítur málið alvarlegum augum enda hafa þessar sögusagnir haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir umræddan nemanda. Af hálfu skólans er hann beðinn afsökunar á að ekki hafi tekist að rétta hlut hans meðan á námi hans stóð í MA og standa vörð um hans rétt.

Skólinn hefur í vetur tekið virkan þátt í vinnu mennta- og barnamálaráðuneytisins um nýja viðbragðsáætlun í málum af þessu tagi og mun innleiða hana þegar hún verður birt á næstu vikum.

Skólameistari