Eineltisreglur samdar
Eineltisreglur samdar

Nemendur í 3. bekk unnu að því á velgengnisdögum, í kjölfar kynninga fjórðubekkinga sem stunda nám í uppeldisfræði, að setja saman uppkast að reglum um einelti. Tillaga þeirra er sem hér segir:

Eineltisreglur í MA

Ábyrgð nemenda:

  1. Koma fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig
  2. Hafa augun opin fyrir mögulegu einelti innan skólans
  3. Tilkynna til námsráðgjafa eða skólayfirvalda ef þú verður vitni að eða veist að einelti er í gangi


Ábyrgð kennara og skólastjórnenda:

  1. Kennarar hafi umsjón með hópaskiptingu til að koma í veg fyrir að einhver verði útundan
  2. Fræða nemendur um einelti
  3. Taka á vandamálunum – sýna að þeim er ekki sama