Örlítil samantekt á YouTube
Örlítil samantekt á YouTube

Tímamót urðu í Kvos MA í gær 7. desember 2017, þegar hljómsveit lék undir söng nemenda á söngsal. Þetta var skemmtileg tilbreyting og féll vel í kramið hjá viðstöddum. Hljómsveitina skipuðu þau Una Haraldsdóttir á píanó, Hafsteinn Davíðsson á trommur, Jóhann Þór Bergþórsson á bassa og Sölvi Karlsson á gítar. Margir nemendur stigu á stokk og sungu með sveitinni en það voru þau Kristrún Jóhannesdóttir, Rán Ringsted, Egill Örn Richter, Birkir Blær Óðinsson, Ari Orrason, Margrét Hildur Egilsdóttir, Helgi Björnsson og Brynjólfur Skúlason.

Gjörningurinn vakti mikla lukku hjá nemendum og starfsfólki:

Það var virkilega gaman hversu margir nemendur tóku þátt og létu ljós sitt skína“ – Anna Sigga félagsfræðikennari.
Söngsalurinn var B.O.B.A. Algjör negla.“ – Heimir námsráðgjafi.
Söngsalurinn var mjög skemmtilegur“ – Sædís 3.B
Þetta var flott og fagmannlega gert hjá þeim“ – Brynhildur á bókasafninu.