- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Það kostar sitt að vera í skóla í nútímasamfélagi. Bækur kosta peninga, ritföng gera það líka, það er gömul saga, en nútímafólk þarf fleiri tól og tæki til daglegra nota í skólanum.
Nemendur í Íslandsáfanga (samfélagshluta) byrjuðu að fjalla um fjölmiðla og upplýsingasamfélagið í gær. Af því tilefni safnaði hver bekkur saman á borð öllum rafrænum tækjum sem nemendur höfðu með sér þann daginn, tölvum, símum, tónhlöðum (ipods), myndavélum o.s.frv. Síðan var mínútu þögn. Þetta er mikið tækjasafn og þessi tól kosta líka sitt, og þeim fylgir einatt rekstrarkostnaður. Og ef við skoðum þessa mynd getur við gælt við hugmyndir um það hve margar milljónir króna nemendur í einum bekk bera með sér á hverjum degi.