- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur og starfsmenn MA deila upplifunum sínum af námi og kennslu í samkomubanni með lesendum ma.is.
Ég heiti Lilja Ákadóttir og er núna að kenna valáfangana Uppeldisfræði og Afbrotafræði.
Kennslan gengur nokkuð vel en er ég nú mun meira fyrir að kenna í staðnámi. Ég er farin að sakna nemenda minna, þau gera kennarastarfið svo skemmtilegt og fjölbreytt. Ég er að reyna að setja raunhæfar væntingar á sjálfa mig og mína nemendur í þessum nýju aðstæðum og tel ég að allir séu að reyna að gera eins vel og þeir geta. Það er samt sem áður mjög krefjandi að sinna meðal annars fjarkennslunni, heimilinu og börnunum sem eru með skert leikskólapláss. Meðfylgjandi mynd er frekar lýsandi fyrir mína vinnuaðstöðu. Ég tek bara einn dag í einu.
Það sem kemur mér mest á óvart er hvað það tekur langan tíma að svara öllum tölvupóstunum. Tölvan, síminn og snjallúrið klingja öll í kór til að láta mig vita af tölvupóstum frá nemendum.