- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Þú varst að fá tölvupóst! Í dag voru mikilvæg skilaboð send frá tölvudeild MA á einkanetföng allra nýnema og forráðamanna þeirra eins og þau eru skráð í innunni. Í bréfinu fá nemendur afhent notandanafn og lykilorð auk lykils að þráðlausa netinu.
Athugið að hugsanlegt er að bréfið hafi flokkast sem ruslpóstur vegna fjölda viðtakenda.
Í bréfinu segir m.a:
Nú má segja að tilvera þín í tölvukerfi Menntaskólans á Akureyri sé að hefjast. Ég bið þig því að lesa þetta bréf mjög vandlega allt til enda og að hafa það með þér í skólann eftir hádegi á morgun, skólasetningardaginn 9. september kl. 13:00. Þá fá nýnemar sérstaka kynningu á tölvumálum skólans og þar á eftir aðstoð, ef með þarf, til þess að tengjast þráðlausu neti skólans og öðrum þjónustum. Nemendur eru hvattir til þess að nýta sér þessa þjónustu og mæta í Kvos MA með tölvur sínar og tæki (síma og jafnvel spjaldtölvur) og vera þar með komnir með sitt á hreint þegar skóli hefst á fimmtudag. Ef tækjamálin eru ekki komin alveg á hreint borgar sig samt að mæta.
Bréfið í heild má lesa hér.