Þorlákur stjórnar tónlistargjörningi á Torginu
Þorlákur stjórnar tónlistargjörningi á Torginu

Nemendur í TÓM103 - tónlist og menning voru með tónlistargjörning á Ráðhústorgi í gær, mánudaginn 17. maí þar sem tónlist var leikin af 9 bílum undir stjórn Þorláks Axels Jónssonar. Bílunum var var raðað í eina röð á torginu, hurðir opnaðar og skottlok, geisladiskur settur í græjurnar og einn á hækka/lækka takkanum í hverjum bíl. Síðan gat einn stjórnandi gefið skipanir og "spilað" þannig á bílana eða hljóðfærið sem þarna hafði verið búið til.

Hljóðið sem myndaðist á torginu var margbreytilegt og óvenjulegt en lýsandi fyrir nútímann.

Tiltækið vakti athygli vegfarenda og sumir spurðu varlega hvað um væri að vera? Sýslumaðurinn á Akureyri hafði áður gefið leyfi sitt fyrir atburðinum og látið lögregluna vita, og fær þakkir að launum.

Ljóst er að hugmyndin býður upp á ýmsa möguleika sem gaman væri að prófa við tækifæri.

Stefán Erlingsson tók myndirnar

.