Byron Nicholai
Byron Nicholai

Síðastliðinn þriðjudag kom góður gestur í MA á vegum bandaríska sendiráðsins á Íslandi. Tónlistarmaðurinn Byron Nicholai ræddi við nemendur, rappaði og sló trommu sína.

Byron er Yup’ik en þjóð hans tilheyrir frumbyggjum í Alaska. Hann hefur verið öflugur talsmaður ungs fólks á Norðurslóðum og þeirra áskorana sem það glímir við. Byron, sem er 19 ára, er einnig þekktur tónlistarmaður og dansari sem hefur komið fram í Hvíta Húsinu og á mörgum stórum tónlistarhátíðum.

Nemendur hlýddu á Byron en nýttu líka gott tækifæri eftir flutning hans til að fá að skoða trommuna hans og ræða við hann um lífið heima í Alaska. Sérstaka athygli nemanda vöktu fallegir, heimasaumaðir skór Byron.

Á facebook-síðu Byron má sjá myndir af heimsókn hans í MA.

https://www.facebook.com/I.Sing.You.Dance/photos/pcb.1211407872332620/1211402422333165/?type=3&theater

 

MA þakkar Byron Nicholai og fylgdarliði hans fyrir komuna – þetta var fróðlegt og afar skemmtilegt.