- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Tumi Hrannar-Pálmason bar sigur úr býtum í Söngkeppni MA í gær og verður fulltrúi skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna.
Alls voru 16 atriði á dagskrá keppninnar í Hofi. Í þriðja sæti lenti Sigurður Sveinn Jónsson, en hann söng Let it Go, lag James Bay. Í öðru sæti höfnuðu Hekla Liv Maríasdóttir og Freyja Steindórsdóttir með lagið Wolf frá First Aid Kit. Tumi söng svo lag Billy Joel, She's got a Way, og lék undir á píanó. Allir þessir söngvarar eru nemendur í 2. bekk á raungreinasviði.
Auk þess að landa sigursætinu stóð Tumi vaktina sem bassaleikari húsbandsins, en aðrir í þeim flokki voru Atli Björn Jóhannesson og Jóhannes Ágúst Sigurjónsson á gítara, Fannar Rafn Gíslason á píanó og Dagur Atlason á trommur. Dómarar í keppninni voru að þessu sinni Magni Ásgeirsson, Óskar Pétursson og Valdís Eiríksdóttir. Kynnar voru Ívan Arni Róbertsson og Jóhanna Þorgilsdóttir.
Upplýsingar eru teknar af dagskrárblaði Skólafélagsins Hugins um keppnina.
Myndina tók Pálmi Óskarsson.