Eyrún Gígja og Stefán Þór
Eyrún Gígja og Stefán Þór

Tveir kennarar Menntaskólans á Akureyri, Eyrún Gígja Káradóttir og Stefán Þór Sæmundsson hafa nú í vor lokið meistaraprófi frá Háskólanum á Akureyri og skrifað ítarlegar ritgerðir byggðar á rannsóknum, sem tengjast skólastarfi.

Ritgerð Eyrúnar Gígju nefnist: Ég vil vera á raungreinasviði en treysti mér ekki til þess. Þar er um að ræða rannsókn hennar á upplifun og viðhorfi nemenda Menntaskólans á Akureyri til náms á ólikum sviðum. Að hluta til er þetta rannsóknarverkefni þáttur í mati á starfi skólans samkvæmt nýrri námskrá, en í vor verða brautskráðir fyrstu nemendurnir sem hafa numið samkvæmt henni.

Ritgerð Stefáns Þórs nefnist: Er tæknin að kollvarpa kennslu og námi? Þar leitast hann við að kanna hvernig kennarar í frahaldsskólum hafa höndlað þær breytingar sem upplýsingatæknin hefur haft á hið faglega námssamfélag. Stefán leitaði víða fanga en hefur auk heldur reyslu af breyttri kennslutækni í MA og á fleiri skólastigum.

Á myndinni eru Eyrún Gígja og Stefán Þór með ritgerðir sínar.