- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Þriðjudaginn 9. október síðastliðinn fór fram forkeppni Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema. Tveir nemendur Menntaskólans á Akureyri unnu sér þar inn þátttökurétt í lokakeppninni sem fram fer í mars.
Örn Dúi Kristjánsson í 4.X lenti í 16. sæti á efra stigi og Jóhann Ólafur Sveinbjarnason í 1.F lenti í 2. sæti á því neðra.
Þeir sem ná að komast í lokakeppnina í mars, koma líka til álita í val á liði til þátttöku í Eystrasaltskeppninni í stærðfræði.
Skólinn óskar þeim Erni Dúa og Jóhanni Ólafi til hamingju með árangurinn