Tveir nemendur MA eru í hópi efstu manna í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna, Atli Fannar Franklín og Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson. Þeir lentu í 6.-8. sæti í keppninni og öðlast við það rétt til að taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni sem fram fer 24. mars næstkomandi.

Þrír nemendur MR hafa þegar tryggt sér sæti í sex manna liði Íslands í ólympíukeppni í stærðfræði sem haldin verður í Chiang Mai í Taílandi í sumar. Úrslit í Norrænu keppninni geta tryggt þremur til viðbótar sæti í ólympíuliðinu.

Sjá nánar í frétt Morgunblaðsins