- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Tveir nemendur MA, Snæþór Aðalsteinsson og Atli Fannar Franklín eru í hópi 15 efstu þátttakenda í forkeppninni í efnafræði.
Fjórtánda almenna landskeppnin í efnafræði fór fram í framhaldsskólum landsins þriðjudaginn 24. febrúar sl. Alls tóku 118 nemendur þátt, úr 10 skólum. Sigurvegari 14. Almennu landskeppninnar er Sigurður Jens Albertsson, nemandi við Menntaskólann í Reykjavík. 15 efstu keppendum sem uppfylla þátttökuskilyrði Ólympíukeppninnar í efnafræði er boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem haldin verður við Háskóla Íslands helgina 14.-15. mars næstkomandi.
Þeir fjórir sem best standa sig í úrslitakeppninni fá tækifæri til að taka þátt í Ólympíukeppninni í efnafræði sem að þessu sinni verður í Baku í Azerbaijan 20.-29 júlí í sumar.
Skólinn fagnar þessum góða efnafræðiárangri og frammistöðu Snæþórs og Atla Fannars.