- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Á mánudaginn ræddi Baldvin Z, leikstjóri myndarinnar Lof mér að falla, við nemendur fyrir troðfullum Sal. Hann sagði þeim frá kveikjunni að myndinni og þeim harkalega raunveruleika sem að baki hennar er. Hann nefndi að nánast allt sem væri í myndinni hefði gerst í raunveruleikanum en heldur væri dregið úr, því sumt af því sem fyrirmyndir persónanna hefðu lent í væri svo hryllilegt að ekki væri hægt að sýna það. Nemendur voru afar áhugasamir og spurðu margs, út í baksvið myndarinnar, um leikara, kostnað, einstaka senur og margt fleira.
Í dag, föstudag, er Dagur íslenskrar tungu og af því tilefni fengum við tvo gesti til okkar. Arnar Már Arngrímsson, íslenskukennari og rithöfundur, kom og las stuttan kafla úr nýrri skáldsögu sinni, Sölvasögu Daníelssonar. Sagan er framhald sögunnar Sölvasaga unglings sem hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2016. Þar á eftir tók MA stúdentinn Tinna Frímann Jökulsdóttir við og flutti áhugavert erindi um íslenska máltækni, en Tinna stundar nú doktorsnám í greininni við Háskóla Íslands. Umræðan snerist um það hvort, og þá hvers vegna, máltækni væri mikilvæg fyrir okkur Íslendinga og framtíð íslenskunnar.
Nemendur gripu færið og náðu viðtali við Baldvin Z