Mynd af erlendum skólavef
Mynd af erlendum skólavef

Uglan - hollvinasjóður MA auglýsir styrki til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 30. apríl.

Við brautskráningu 17. júní n.k. verða í áttunda sinn veittir styrkir úr Uglunni - hollvinasjóði MA. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að nýbreytni í námsframboði og kennsluháttum auk þess að  styðja við hvers konar þróun og nýsköpun nemenda og starfsfólks skólans. Gæta skal að fjölbreytni við ákvörðun styrkveitinga, þannig að styrkir séu ekki veittir sama eða sambærilegu verkefni til lengri tíma. Nemendur og starfsmenn skólans geta sótt í sjóðinn.

Fjölbreytileiki verkefna hefur verið mikill undanfarin ár og hafa styrkir farið til verkefna á vegum ýmissa nemendafélaga og kennara. Má þar sem dæmi nefna:

  • Styrk til skólafélagsins Hugins vegna endurnýjunar á tölvu í Búrinu.
  • Styrk til málfundafélagsins til að halda ræðunámskeið fyrir nemendur.
  • Erasmus verkefni sem skólinn tók þátt í.
  • Styrki til kennara vegna þróunar á námsefni í málfræði og málnotkun, afbrotafræði og fleira.
  • Styrki til að bæta líkamsræktaraðstöðu, bæta jafnréttisfræðslu, nýnemamótttöku og fleira.

 

Nánari upplýsingar um Ugluna - hollvinasjóð MA má finna hér.

Kostnaðar- og verkáætlun skal fylgja umsóknum.

Umsóknareyðublað þarf að fylla út og senda til Uglunnar – hollvinasjóðs MA í síðasta lagi 30. apríl. Umsóknin er send rafrænt í gegnum vef skólans.

 

Kveðja frá stjórn Uglunnar, hollvinasjóðs MA