Uglan, hollvinasjóður MA, minnir á frest til að skila umsóknum um styrki, hann er til 30. apríl næstkomandi. Í frétt um það fyrir skemmstu segir svo hér á vefnum:

Uglusjóður, Hollvinasjóður MA auglýsir styrki til umsóknar.

Við brautskráningu 17. júní nk. verða í þriðja sinn veittir styrkir úr UGLUNNI, Hollvinasjóði MA. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að nýbreytni í námsframboði og kennsluháttum og styðja við hverskonar þróun og nýsköpun nemenda og starfsfólks skólans. Gæta skal að fjölbreytni við ákvörðun styrkveitinga, þannig að styrkir séu ekki veittir sama eða sambærilegu verkefni til lengri tíma. Nemendur og starfsmenn skólans geta sótt í sjóðinn.

Skriflegar umsóknir ásamt rökstuðningi þurfa að berast til Rannveigar Ármannsdóttur (rannveig@ma.is) fyrir 30. apríl.