Nú er innritun í Menntaskólann á Akureyri lokið. Í ár voru 177 nýnemar innritaðir á fyrsta ár, í 7 bekki.

Búið er að senda út nýnemabréf en þar eru m.a. upplýsingar um innritunargjöld, skiptingu bekkja á námsbrautir, mögulegar óskir um bekkjarfélaga og skólabyrjun.

Skólasetning verður kl. 09:30 þann 23. ágúst. Hægt verður að sjá stundaskrá og námsgagnalista í INNU um 20. ágúst; nota þarf Íslykil eða rafræn skilríki til að skrá sig inn á INNU. Skráðir aðstandendur nemenda yngri en 18 ára hafa aðgang að INNU með sínum rafrænu skilríkjum. 

Greiðsluseðill fyrir gjöldum hefur verið stofnaður og eru sýnilegur á Island.is og í heimabanka forráðamanns. Gjalddagi er 2. júlí og eindagi 16. júlí.

Margvíslegar upplýsingar um skólann, t.d. námsferla og lýsingar á áföngum, má finna á ma.is (undir Námið). Hægt er að fylgjast með skólanum á facebook og instagram.

Afgreiðsla skólans er lokuð til 10. ágúst. Hægt er að senda fyrirspurnir á ma@ma.is en ekki er hægt að tryggja að þeim verði öllum svarað um hæl vegna sumarleyfa.

Hlökkum til að fá nýnema – og eldri nemendur – aftur í skólann í ágúst, en þangað til njóta vonandi allir sumarsins.