Skólastarf hófst í morgun að loknu páskafríi, degi fyrr en venja er til, vegna breytinga á skóladagatali í kjölfar verkfalls. Einnig verður kennt á fimmtudag, sumardaginn fyrsta, en það er með öllu óvenjulegt.

Prófin nálgast og einhverjir þurfa að gera ráðstafanir í tíma. Nemendur sem eiga rétt á lengri próftíma verða að sækja um fyrir 1. maí vegna vorannarprófa. Sótt er um á Innu undir flýtileiðir/skrá sérúrræði.

Hægt er að kynna sér reglur varðandi lengri próftíma hér http://www.ma.is/is/thjonusta/namsradgjof/lengri-proftimi