Klara Ósk og Fjölnir
Klara Ósk og Fjölnir

Í morgun var kallað á Sal og þar flutti Klara Ósk Kristinsdóttir nemandi í 2. bekk prýðilega gott og áhrifamikið erindi um neteinelti og varnir gegn því. Henni til aðstoðar var Fjölnir Brynjarsson formaður Hugins.

Klara Ósk fjallaði vítt og breitt um einelti og misnotkun á mörgum og mismunandi miðlum veraldarvefsins og það hversu gáleysislega fólk fer þar um. Hún tók mörg dæmi um árásir og hótanir sem fólki bærust án þess að eiga nokkrar sakir og hvernig þessir verknaðir geta brotið fólk niður og jafnvel valdið dauða.

Bent var á ýmsar leiðir til að láta vita af misgjörðum á vef og einelti hvers konar, meðal annars hjá saft.is, Samfélag, fjölskylda og tækni, sem heldur úti vef um þessi mál meðal annarra.

Klara