- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur greiða gjöld við innritun í skólann og síðan árlega gjöld til skólafélagsins, í sjóði skólans og til að standa straum af efniskostnaði við námið.
Í bréfi til nýnema kemur fram að til þess að staðfesta umsókn sína þurfi þeir að greiða 31.500 kr. Greiðsluseðill komi í heimabanka ef þeir hafi aðgang að slíku en annars í heimabanka foreldra. Gjalddagi er 12. júlí en eindagi 30. júlí. Gjaldið skiptist í
Innritunargjald, 12.000 kr.,
Þjónustu- og efnisgjald 10.000 kr.,
Árgjald í skólafélag Menntaskólans á Akureyri, 7.500 kr.
Gjald í Nemendasjóð og Skólasjóð, 1.000 kr. í hvorn sjóð.
Rétt er vegna nýnema, forráðamanna þeirra og annarra nemenda að gera nánari grein fyrir þessum geiðslum:
Óski nemandi eftir því að vera ekki félagi í skólafélaginu með þeim réttindum sem það veitir eða greiða í sjóðina tvo getur hann fengið þau gjöld endurgreidd hjá fjármálastjóra frá 25. september – 2. október 2012.
Nemandi sem endurtekur bekk eða innritast aftur eftir að hafa verið í öðrum skólum greiðir svokallað endurritunargjald, 3000 krónur.
Að viðbættu því sem hér segir þurfa nýnemar á haustdögum að greiða efnisgjald vegna Íslandsáfanganna og velgengnisdaga, samtals 11.000 kr. fyrir skólaárið. Efnisgjaldið kemur í stað bókakostnaðar í þeim áföngum og er nýtt í ýmiss konar námsefni og til að standa straum af námsferðum. Meðl námsferða má nefna að hingað til hafa nemendur farið dagsferðir, náttúrufræðiferð í Mývatnssveit og atvinnusöguferð til Siglufjarðar. Auk þess eru farnar styttri ferðir.