Nemendur greiða gjöld við innritun í skólann og síðan árlega gjöld til skólafélagsins, í sjóði skólans og til að standa straum af efniskostnaði við námið.

Í bréfi til nýnema kemur fram að til þess að staðfesta umsókn sína þurfi þeir að greiða 31.500 kr. Greiðsluseðill komi í heimabanka ef þeir hafi aðgang að slíku en annars í heimabanka foreldra. Gjalddagi er 12. júlí en eindagi 30. júlí. Gjaldið skiptist í

Innritunargjald, 12.000 kr.,
Þjónustu- og efnisgjald 10.000 kr.,
Árgjald í skólafélag Menntaskólans á Akureyri, 7.500 kr.
Gjald í Nemendasjóð og Skólasjóð, 1.000 kr. í hvorn sjóð.

Rétt er vegna nýnema, forráðamanna þeirra og annarra nemenda að gera nánari grein fyrir þessum geiðslum:

  • Innritunargjaldið er ákveðið af ráðuneyti.
  • Þjónustu- og efnisgjald er nýtt gjald fyrir ýmiss konar þjónustu sem skólinn veitir en er ekki lögbundið að veita. Þar má telja aðgang að þráðlausu neti, þjónustu við tölvur, prentun 50 blaða o.fl.
  • Árgjald í skólafélagið veitið aðgang að öllu félagsstarfi nemenda og rétt til þátttöku í alls kyns samkomum og ferðum, vefsíðu og skólablöðum, afslátt af ýmiss konar afþreyingu og þjónustu o.s.frv.
  • Sjóðir skólans eru Nemendasjóður, sem nemendur geta sótt til ef þeir eru illa staddir eða verða fyrir áföllum, og Skólasjóður, sem hefur meðal annars það hlutverk að fegra og prýða umhverfi nemenda, verðlauna nemendur, kosta komu gesta til skólans og gera skólavistina fjölbreytilegri og aðlaðandi.

 

Óski nemandi eftir því að vera ekki félagi í skólafélaginu með þeim réttindum sem það veitir eða greiða í sjóðina tvo getur hann fengið þau gjöld endurgreidd hjá fjármálastjóra frá 25. september – 2. október 2012.

Nemandi sem endurtekur bekk eða innritast aftur eftir að hafa verið í öðrum skólum greiðir svokallað endurritunargjald, 3000 krónur.

Að viðbættu því sem hér segir þurfa nýnemar á haustdögum að greiða efnisgjald vegna Íslandsáfanganna og velgengnisdaga, samtals 11.000 kr. fyrir skólaárið. Efnisgjaldið kemur í stað bókakostnaðar í þeim áföngum og er nýtt í ýmiss konar námsefni og til að standa straum af námsferðum. Meðl námsferða má nefna að hingað til hafa nemendur farið dagsferðir, náttúrufræðiferð í Mývatnssveit og atvinnusöguferð til Siglufjarðar. Auk þess eru farnar styttri ferðir.