Einar A. Brynjólfsson í Kvosinni
Einar A. Brynjólfsson í Kvosinni

Miðvikudaginn 2. desember hélt Einar A. Brynjólfsson sögukennari fyrirlestur á Sal fyrir allan skólann, undir yfirskriftinni Togstreita trúarbragða í ljósi voðaverkanna í París.

Í fyrirlestrinum freistaði Einar þess að setja nýliðna hörmungaratburði í sögulegt samhengi og fræða nemendur um ólíka menningarheima.

Í lokin hvatti Einar nemendur til að vera víðsýnir, fyllast ekki ótta heldur vera gagnrýnir og kynna sér málin vel.

Fyrirlesturinn var afar vel sóttur og nemendur áhugasamir.

Texti: Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir
Mynd: Valdís Björk Þorsteinsdóttir