- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í morgun var fyrirlestur hjá nemendum á náttúrufræðihluta Íslandsáfangans, þegar Eiður Guðmundsson framkvæmdastjóri Moltu fræddi þá um sorp og mögulega nýtingu þess. Hann skýrði frá því hvað félli til af umbúðim, pappír og lífrænum úrgangi á heimilum nútímamanna og hvernig þessi væri fargað. Megináherslu lagði hann á lífræna endurnýtingu þess sem verður til við matvælaframleiðslu og -neyslu auk pappírs og timbur- og trjáúrgangs og lýsti því hvernig Molta byggi til notadrjúga jarðvegsbót úr þessu.