Í umsjónartímum í 1. bekk er ýmislegt brallað.  Hefðbundinn umsjónartími einkennist af heimanámi, bekkjarfundi, umræðum um skólann og námið og öðru slíku.

Stundum er þó nauðsynlegt að gera sér dagamun og í vikunni mætti 1E með súkkulaðibrunn í umsjónartíma og gæddi sér á alls kyns kræsingum með umsjónarkennurum sínum Önnu Sigríði og Wolfang Sahr. Skólameistara og ræstitæknum var auk þess boðið að taka þátt í herlegheitunum. Helsti lærdómur dagsins var að súkkulaði gerir einfaldlega allt betra (líka ritzkex með túnfisksalati) og upplagt að nýta bráðið súkkulaði sem efnivið í listaverk.

Nemendur nýttu tækifærið til þess að krækja sér í stig í bekkjabikarnum svokallaða en þar er um að ræða keppni á milli bekkja skólans í margvíslegum uppátækjum.

Texti og myndir: Anna Sigríður