- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Komin eru á vefinn gögn fyrir umsóknir um hraðlínu í MA næsta vetur. Einfaldast er að smella á tengil á forsíðu til að komast að gögnunum. Hraðlínan er sem kunnugt er leið fyrir öfluga grunnskólanemendur til að komast í fyrsta bekk MA rakleitt að loknum prófum í 9. bekk. Umsóknum skulu fyrlgja greinargerðir frá umsækjendum, staðfest prófskírteini 9. bekkjar og umsagnir frá viðkomandi grunnskólum. Allir umsækjendur og forráðamenn þeirra koma svo í viðtal við brautarstjóra almennrar brautar.
Umsóknarferstur um nám á hraðlínu er til 25. maí.