Spurningakeppni framhaldsskólanna setur svip sinn á skólalífið ár hvert. Mynd: RÚV
Spurningakeppni framhaldsskólanna setur svip sinn á skólalífið ár hvert. Mynd: RÚV

Samkvæmt fésbókarsíðu Gettu bettur, spurningakeppni framhaldsskólanna, er undirbúningur fyrir keppnisárið 2020 nú í fullum gangi. Frestur til að skila inn þátttökutilkynningum rennur út mánudaginn 9. desember. Fimmtudaginn 12. desember kemur í ljós hvaða skólar mætast í útvarpsviðureignum þegar dregið verður í fyrstu umferð keppninnar. Baráttan hefst á RÚV þann 6. janúar.

Lið Menntaskólans á Akureyri komst alla leið í undanúrslit síðastliðið vor þar sem sigurganga þess var stöðvuð af sterku liði MR. Handhafar Hljóðnemans, farandgrips keppninnar, er Kvennaskólinn í Reykjavík. Kvennaskólinn hafði betur gegn MR í úrslitaviðureign.

Ef að líkum lætur munu áhugasamir geta fylgst með drættinum á RÚV.