Gamli skóli baðaður sól og skuggum í dag.
Gamli skóli baðaður sól og skuggum í dag.

Menntaskólinn verður settur mánudaginn 23. ágúst. Gert er ráð fyrir að sérstök skólasetning verði fyrir hvern árgang en nánari tímasetningar um hvenær bekkir eiga að mæta þennan dag verða birtar í næstu viku.  Umsjónarkennarar munu hitta bekki sína og nýnemar fá aðstoð við að tengjast tölvukerfinu. Kennsla hefst svo þriðjudaginn 24. ágúst.

Vinna við stundaskrá stendur nú yfir og verður opnað fyrir hana á INNU í lok næstu viku. Afgreiðsla skólans hefur verið opnuð og ef nemendur eða forráðafólk þeirra þurfa að hafa samband við skólann er hægt að senda póst á ma@ma.is, stjórnendur eða námsráðgjafa eða hringja í afgreiðsluna, 455-1555.

Við hlökkum til að hefja nýtt skólaár.