Með allt á hreinu í próftíðinni
Með allt á hreinu í próftíðinni

Þá er kennslu lokið þessa önnina og aðeins námsmat eftir. Á morgun, 12. desember, er opinn dagur. Þá er engin formleg kennsla en nemendur eiga auðvitað að geta haft aðgang að kennurum samkvæmt stundaskrá.

Hér eru nokkur mikilvæg atriði sem allir þurfa að vita af:

Það er alger skyldumæting í próf, en ef einhver verður veikur á prófdegi þarf að hringja og tilkynna forföll áður en próf hefst í síma 455 1555 og skila svo inn vottorði til að eiga rétt á sjúkraprófi (sjúkraprófin verða 4. og 5. janúar). Tafla yfir sjúkrapróf birtist milli jóla og nýárs eða strax eftir áramót.

Munið að taka ekkert með ykkur inn í prófstofu annað en pennaveski og nauðsynleg hjálpargögn. Ekki má hafa nein fjarskiptatæki í prófsæti (hvort sem er sími, snjallúr eða önnur tæki). Hægt er að geyma þau á kennaraborðinu. Yfirhafnir og töskur þarf að geyma frammi.

Stofutöflur verða hengdar upp í anddyri að morgni prófdags eða daginn áður. Próftaflan er í Innu.

Skólinn er opinn til kl. 22 á kvöldin í próftíðinni og hægt að nota stofur fyrir próflestur. Nauðsynlegt er að ganga vel um skólann.

Mjög mikilvægt er að það sé hljóð í skólanum á próftíma. Allur hávaði getur verið mjög truflandi fyrir þá sem eftir eru í prófum. Hafið það í huga og sýnið tillitsemi.

Opnað verður fyrir einkunnir í Innu þann 20. desember. Inna verður svo væntanlega lokuð milli jóla og nýárs, þannig að það koma ekki einkunnir úr öllum áföngum fyrr en eftir áramót.

Endurtökupróf í lokaáföngum/stökum áföngum verða fimmtudaginn 11. janúar. Aðeins er hægt að taka eitt próf að þessu sinni en á vorin má taka fleiri.  Hvert endurtökupróf kostar 8000 kr. Skráning er hjá Sigurbjörgu í afgreiðslunni (afgreidsla@ma.is) og hefst eftir áramót og lýkur 9. janúar.

  • 1. bekkur: Læsisáfangar. Líffræði (MB, RB, NB) og saga (FB).
  • 2. bekkur: Enska (NB, RB), stærðfræði (MB, FB).
  • 3. bekkur: Líffræði (TFS). Efnafræði (RGS).
  • 4. bekkur: Stærðfræði (TFS). Danska (RGS). EÐL4B (stæ- og eðl.kjörsvið).


Farið vel með ykkur í próftíðinni (nægur svefn, góð næring ;) og gangi ykkur sem allra best,

Sigurlaug Anna, aðstoðarskólameistari