Hinni árlegu keppni "Ungskáld" hefur verið hleypt af stokkunum. Síðasti skiladagur er 11. nóvember.

Keppnin miðast við skapandi skrif ungs fólks á Akureyri, Húsavík eða nágrannasveitum á aldrinum 16-25 ára. Sóst er eftir ljóðum, sögum, leikverkum eða öðrum skapandi textum. Verðlaun verða þrenn, 50, 30 og 20 þúsund krónur. Verkunum ber að skila í tölvupósti á netfangið ungskald@akureyri.is.

Aðstandendur keppninnar eru Framhaldsskólinn á Húsavík, Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Háskólinn á Akureyri, Akureyrarstofa, Minjasafnið á Akureyri, Sóknaráætlun Norðurlands eystra, Amtsbókasafið á Akureyri og Húsið, upplýsinga- og menningarmiðstöð. Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra styrkir verkefnið.

Tilsjón með verkefninu í MA hefur Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir og gefur nánari upplýsingar þeim sem vilja.