- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Verðlaunaafhending í verkefninu Ungskáld 2017 fór fram í dag á Amtsbókasafninu á Akureyri. Nemendur úr MA voru í tveimur efstu sætunum, Sölvi Halldórsson í því fyrsta og Oddur Pálsson í öðru sæti.
Um þetta segir í fréttatilkynningu: "Dagskráin var vel heppnuð en henni stýrði Snorri Björnsson, kennari í VMA og fulltrúi skólans í verkefninu.
Dómnefndin að þessu sinni var skipuð þeim Sesselíu Ólafsdóttur, Vilhjálmi Bergmann Bragasyni og Þórgunni Oddsdóttur. Sú síðastnefnda var fjarri góðu gamni en 2/3 af dómnefndinni, sem kallar sig stundum Vandræðaskáld, tilkynnti úrslit og söng tvö lög við góðar undirtektir. Nýnemi í Verkmenntaskólanum á Akureyri, Þórdís Elín Bjarkadóttir, söng líka fallega og spilaði á gítar.
Þátttakendur í ritlistarkeppninni í ár voru 20 talsins og sendu þeir inn 38 verk. Úrslitin urðu á þann veg að í 1. sæti var Sölvi Halldórsson með verkið „Æfingaakstur“, í 2. sæti Oddur Pálsson með verkið „Maríutásur“ og í 3. sæti Anna Kristjana Helgadóttir með verkið „Djöfullinn“. Við óskum ungskáldunum innilega til hamingju og vonum að þau haldi áfram að skrifa um ókomna tíð.
Við sem að verkefninu stöndum þökkum öllum fyrir komuna á verðlaunaafhendinguna, þetta var virkilega notaleg stund. Sérstakar þakkir fær Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra sem er aðalstyrktaraðili keppninnar.
Framtíðin er björt, svo mikið er víst!"
Mynd: Kobrún Ýrr Bjarnadóttir.