- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Ritlistasmiðja Ungskálda 2022 verður haldin laugardaginn 15. október í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Að þessu sinni eru leiðbeinendur leikarinn og rithöfundurinn Gunnar Helgason og Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur. Hér er komið tilvalið tækifæri fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára með áhuga á ritlist til að eflast og fræðast.
Enginn aðgangseyrir. Sjá upplýsingar hér: https://www.visitakureyri.is/is/see-and-do/hatidir-vidburdir/ungskald
Ritlistasamkeppni Ungskálda
Samhliða ritlistasmiðjunni er efnt til ritlistakeppni Ungskálda þar sem veitt eru peningaverðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Engar hömlur eru settar á texta, hvorki varðandi efnistök né lengd. Skilyrði er þó að textinn sé á íslensku og eigið frumsamið hugverk.
Tilvalið er fyrir áhugasama að taka þátt í ritlistasmiðjunni 15. október en þó þurfa þeir sem senda inn verk í keppnina ekki að taka þátt í ritlistasmiðjunni eða öfugt.
Lokaskil verka í ritlistakeppnina er til og með 16. nóvember.