- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Unnar Vilhjálmsson er einn mesti reynsluboltinn í skólanum. Hann hefur kennt frá 1984 í alls 6 skólum á grunn- og framhaldsskólastigi í ýmsum sýslum og auk þess rekið eigið fyrirtæki um tíma og þjálfað frjálsar íþróttir allt frá 1980. Auk þess að kenna og þjálfa er Unnar líka félagsmálafulltrúi í MA.
Unnar á stóra fjölskyldu, fjórar dætur og sex barnabörn. Aðspurður segist hann auðvitað vera æðislegur afi. Hann ólst upp í Reykholti í Borgarfirði frá fjögurra ára aldri og þar til hann var 17 ára. ,,Fyrirmyndir mínar voru eldri bræður mínir en ég er nr 3 af 6 bræðrum, og auðvitað foreldrarnir. Það var mikið íþróttalíf í Reykholtsskóla með frábærum íþróttakennurum og íþróttasumarbúðir á sumrin. Ég var ekki gamall þegar ég var ákveðinn í að verða íþróttakennari.“
Unnar segist aldrei fá leið á kennslu og hann hafi aldrei fundið tilfinninguna ,,oh ég þarf að mæta“. ,,Skemmtilegast við kennslu og þjálfun eru samskiptin við krakkana. Enginn dagur er eins og það er ekki allt niðurnjörvað. Það er þó gott að hafa fasta rútínu en með svigrúmi." Galdurinn við vinnugleðina er að leggja sig eins og bændurnir gerðu hér áður fyrr milli verka, halla sér í svo sem eins og 15 mínútur. Hann mælir líka með því að taka hlutina ekki of alvarlega, hvorki sjálfan sig né aðra.
Og að lokum: Hvað býðurðu upp á ef þú ætlar virkilega að slá í gegn í eldhúsinu? Þá er gaman að bjóða upp á morgunverðarhlaðborð, baka bollur, hafa nóg af áleggi, sallöt, síld, egg, kavíar, osta o.þ.h. Svo er alltaf gaman að grilla.