- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í vetur verður haldið áfram vinnu við að hanna nýtt skipulag Menntaskólans á Akureyri, sem unnið hefur verið að á undanförnum árum. Markmiðið er að gera námskrá fyrir nám til stúdentsprófs og gert ráð fyrir svigrúmi og sveigjanleika í kerfinu.
Hér er um að ræða þróunarverkefni sem notið hefur styrkja og vildar menntamálaráðuneytisins og verður á komandi vetri unnið úr gögnum og hugmyndabanka sem til varð á síðasta vetri, þar sem leitað var meðal annars í hugmyndasjóði kennara, nemenda og brautskráðra stúdenta.
Fyrirliggjandi er að námi í skólanum verði skipað á tvö meginsvið, náttúruvísindasvið og hugvísindasvið. Kjarnagreinar verða 75% námsins en val nemenda 25%. Nemendur geta þannig sérsniðið stúdentspróf sitt og sótt sér viðbótareiningar á hvoru sviði sem er. Uppi eru hugmyndir um breytingar á stundaskrá, sérstaka velgengnisdaga, sem uppbrot á kennslu og í stað lífsleikni, sérstakan Íslandsáfanga samsettan úr fjölmörgum námsgreinum á fyrsta námsári og svo framvegis.
Verkefnisstjóri verður áfram Valgerður Bjarnadóttir.
.