- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Starfsfólk MA vinnur þessar vikurnar að undirbúningi skólaársins. Unnið hefur verið að stundaskrárgerð og skiptingu í bekki frá lokum sumarleyfa á skrifstofum skólans og kennarar hafa undanfarna daga verið að vinna að áfangalýsingum og kennsluáætlunum og öðrum undirbúningi kennslu.
Miðvikudaginn 9. september verða kennarar á námskeiði frá klukkan 9-16. Þá verður haldið áfram að fjalla um nýja námskrá MA og mun dr. Guðrún Geirsdóttir, lektor í kennslufræðum við Háskóla Íslands lesa fyrir og stýra námskeiðinu. Fyrirlesarar eru líka úr hópi kennara MA.
Formlegir starfsdagar samkvæmt almanaki skólans eru fimmtudagur og föstudagur 10. og 11. september. Fyrri daginn er svonefnt Húsþing, sem er sameiginlegur fundur allra starfsmanna. Þingið hefst klukkan 10 og kennarafundur klukkan 11.15. Auk þess verða fundir kennara á almennri braut, bæði hraðlínu og stoðlínu. Á föstudagsmorgun verður fundur umsjónarkennara í 1. bekk ásamt námsráðgjöfum. Klukkan 10-12 verða vinnubúðir kennara þar sem þeir vinna við að setja áfangalýsingar og kennsluáætlanir á Vef MA undir leiðsögn tölvudeildar.
í sumar hefur verið unnið að ýmsum endurbótum á húsum skólans. Gamli skóli var málaður utan, skipt um talsvert af gluggum í austurhlið og eldskynjarakerfi endurnýjað. Stjórnstöð eldvarna á Hólum var endurnýjuð svo og eldskynjarakerfi Möðruvalla, svo það helsta sé talið.
Allir leggjast á eitt til að skólastarfið fari vel og örugglega af stað.
.