- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í þrjú ár hefur MA verið í samstarfi við Hagagymnasiet i Norrköping og Nordplus hefur styrkt verkefnið öll árin. Skólarnir hafa kennaraskipti og fengu nemendur í 3. og 4. bekk því innsýn í sænsku í síðustu viku þegar Patrik Finnberg fylgdi dönskukennurum skólans í tíma. Í seinni áfanga dönskunnar hefur venjulega verið fjallað lítillega um norsku og sænsku og því passaði þessi heimsókn einkar vel í yfirferð hjá 4. bekk. Þeir nemendur fengu því að njóta gestakennslunnar í meira mæli og auk þess að læra hagnýtar setningar á sænsku (trevligt att träffas!), kynnast framburði og einföldum orðaforða, fræddust þeir einnig um sænska menningu.
Kennslan fór að mestu leyti fram á sænsku og kom mörgum nemendum á óvart hversu vel þeim gekk að skilja.
Mynd og texti: Hafdís Inga Haraldsdóttir.