MA 2009
MA 2009

Menntaskólinn á Akureyri verður settur í Kvosinni, sal skólans á Hólum, sunnudaginn 13. september klukkan 15.00. Að athöfn lokinni er gestum boðið í kaffi.

Nemendur eiga að mæta í skólann á mánudagsmorgun 14. september. Nemendur 1. bekkjar koma klukkan 10.00 í Kvosina, hitta umsjónarkennara sína sem afhenda þeim stundaskrár og kynna þeim skólann og skólahúsin. Nemendur 2. bekkjar koma klukkan 11.00 og hitta umsjónarkennara sína. Allir nemendur koma síðan í skólann samkvæmt stundaskrá klukkan 13.05.

Tekið skal fram að stundaskrár eru í þetta sinn ekki prentaðar út handa nemendum í 2., 3. og 4. bekk. Þær eru sem fyrr allar á Innu. Athugasemdir vegna stundskráa skal bera undir námsbrautarstjóra.

Busavígsla verður í fyrstu skólavikunni. Lögð er áhersla á að hún sé skemmtileg inntaka nýnema og sneitt verði hjá átökum og niðurlægingu.

Nýnemum og forráðamönnum þeirra hefur verið sent bréf með kynningu á skólanum og skólastarfinu. Það má einnig sjá hér.


.