Við Hóla á skólasetningu 2009
Við Hóla á skólasetningu 2009

Menntaskólinn á Akureyri verður settur mánudaginn 13. september 2010 á Sal skólans í Kvosinni á Hólum. Athöfnin hefst klukkan 10.30. Foreldrar og forráðamenn nemenda eru boðnir velkomnir að skólasetningu ásamt nemendum, kennurum og öðru starfsfólki skólans.

Að lokinni skólasetningu, um klukkan 11.30, fara nemendur 1. bekkjar í stofur ásamt umsjónarkennurum sínum þar sem kennararnir spjalla stuttlega við þá, kynna þeim næstu skrefin og fá þeim prentaðar stundaskrár. Nemendur annarra bekkja sækja sínar stundaskrár á Innu. Nemendur 2. bekkjar fara jafnframt og hitta umsjónarkennara sína. Listi yfir stofur og bekki verður á auglýsingatöflu í anddyri Hóla.

Nemendur 1. bekkjar mæta aftur í skólann klukkan 13.30 sama dag. Þar hitta þeir alla kennara í Íslandsáfanganum og fá kynningu á kennslufyrirkomulaginu og helstu nýjungum í viðfangsefnum og vinnubrögðum.

Regluleg kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 14. september.

Skiptibókamarkaður á vegum skólafélagsins Hugins verður auglýstur á muninn.is

Busavígsla verður 16. september.

Menntaskólinn á Akureyri óskar öllum nemendum, nýnemum sem lengra komnum, og öllu starfsfólki sínu velfarnaðar á nýju starfsári.

Upplýsingabækling handa nýnemum og forráðamönnum þeirra má finna hér.