- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Starf á vorönn í Menntaskólanum á Akureyri hefst mánudaginn 1. febrúar. Nemendur hitta umsjónarkennara sína og sýnd verða próf í allmörgum greinum. Fyrirkomulag fyrsta skóladaginn verður sem hér segir:
Klukkan 9.00 koma nemendur 1. og 2. bekkjar og hitta umsjónarkennara sína. Klukkan 9:30-11.00 verða prófsýningar (breytilegur tími eftir greinum, sjá auglýsingar á töflu í anddyri Hóla).
Klukkan 11.00 - 12.30 verða prófsýningar fyrir nemendur 3. og 4. bekkjar (breytilegur tími eftir greinum, sjá auglýsingar á töflu í anddyri Hóla).
Þær greinar sem ekki auglýsa prófsýningu þennan dag sýna próf í fyrstu kennslustund.
Brautarstjórar verða til viðtals eftir hádegi.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá klukkan 8:15 þriðjudaginn 2. febrúar. Nemendur fá stundaskrár sínar á INNU.