Frá söngsal á haustönn 2021
Frá söngsal á haustönn 2021

Gleðilegt nýtt ár og velkomin í skólann.

Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu 10. janúar, nema í 1TUVX hefst hún kl. 10. Kennt verður til 13:45 og kl. 14 hefjast prófsýningar. Hægt verður að sjá fyrirkomulagið á ma.is. Í sumum greinum verður prófsýning í fyrstu kennslustund.

Hér er hægt að sjá gildandi sóttvarnarreglur í skólum. Það gilda sömu atriði og áður nema að það er ríkari grímuskylda nú en var á haustönninni. Brýnt er að koma ekki í skólann með einkenni heldur drífa sig í pcr-próf. Ef nemandi verður fyrir því að fá COVID er hægt að skrá það í athugasemdadálkinn í INNU þegar veikindi eru skráð en best er að tilkynna það líka í afgreiðslu skólans (afgreidsla@ma.is, 455-1555) og hafa svo samband við kennara.

Við vonum að þessi önn eigi eftir að verða skemmtileg þrátt fyrir þessa smitbylgju nú í upphafi árs. Við tökumst á við það og njótum skólagöngunnar. Forseti Íslands hvatti landsmenn í nýársávarpi sínu ,,til að sinna sál og líkama eftir bestu getu, njóta hreyfingar og tala við vini, ættingja og aðra ef kvíði eða önnur angist sækir á. Enginn verður minni fyrir vikið og einnig er sjálfsagt að leita sérfræðiaðstoðar ef nauðsyn krefur.“ Höfum þetta í huga, það er margvísleg aðstoð sem nemendum býðst innan skólans.

Hlökkum til að sjá ykkur aftur.