- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Föstudaginn 27. apríl lagði hópur nemenda sem voru í valáfanganum ÞÝS533 upp í þriggja daga menningarferð til Berlínar höfuðborgar Þýskalands. Markmið áfangans var að kynnast Berlín í gegnum tölvu, skipuleggja ferð og að endingu upplifa borgina sjálfa. Hópurinn bjó til dagskrá ferðarinnar í samráði við Sigrúnu Aðalgeirsdóttur, sem hafði umsjón með áfanganum, en Hrefna Rún Magnúsdóttir sagði frá:
Með sanni má segja að allir þrír dagarnir hafi verið fullnýttir og allt það merkilega og skemmtilega skoðað. Við sáum Brandenburgarhliðið, gengum um hið þekkta torg Alexanderplatz, gengum meðfram East Side Gallery, sem er til minnis um Berlínarmúrinn, skoðuðum nákvæma sögu seinni heimstyrjaldarinnar í Topographie des Terrors, fórum á stórskemmtilegt safn um sögu Berlínarborgar og fengum að fara í alvöru loftvarnarbyrgi, svo dæmi séu tekin. Einnig fórum við upp í þakið á þinghúsinu og sáum þaðan yfir alla borgina en enginn hætti sér þó upp í hinn risavaxna sjónvarpsturn, sem er hæsta bygging í Evrópusambandslöndunum. Frítímar voru einnig nýttir vel, sumir fóru að versla, aðrir fóru að skoða röðina inn í dýragarðinn og enn aðrir fóru að skoða ekta flóamarkað að hætti Berlínarbúa.
Hópurinn fór eitt kvöld út að borða á ekta þýskan veitingastað þar sem ýmir þjóðarréttir voru smakkaðir. Þar á meðal lögðu hugrakkir piltar á sig að háma í sig 1 kg af svínakjöti (pr. mann!) sem telst vera þjóðarréttur, ekki fylgir sögunni hvernig þeim leið á eftir.
Á heildina litið tókst ferðin frábærlega vel í alla staði, allir skemmtu sér konunglega, stemmingin í hópnum var einstök og allir drukku í sig menningu Berlínar. Við mælum eindregið að nemendur velji sér þennan áfanga og við lofum að þau verða ekki fyrir vonbrigðum.