Fimleikaskúlptúrar 2011
Fimleikaskúlptúrar 2011

Á hverju ári undanfarið hafa nemendur Helgu Árnadóttur í myndlist búið til skúlptúra, og notað við það úrgangspappír, reyndar endurunnið pappírinn í þágu listarinnar. Þetta er aðallega ljósritunarpappír, prófverkefni og fleira, sem ella yrði fargað með fyrirhöfn og kostnaði. Á vordögum hafa ýmsar fígúrur birst í gluggunum á Hólagangi og jafnvel svifið um loftin. Þessa dagana hefa alls kyns fimleika- og dansstjörnur birst á ganginum og gleðja augað, enda eru hrafnarnir sem voru þar um sinn flognir brott. Fleiri myndir eru á Facebooksíðu MA

.