- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
FEKI, Félag enskukennara á Íslandi, stofnar til smásagnakeppni ár hvert á degi evrópskra tungumála þann 26. september. Þemað í ár var Danger.
Kennarar enskudeildar lesa allar þær smásögur sem nemendur MA skrifa í þessari keppni áður en sent er til FEKI í byrjun desember og velja þrjár bestu sögurnar. Kennarar enskudeildar hafa í framhaldi af þessari keppni veitt viðurkenningar fyrir þjár bestu sögurnar. Penninn/Eymundsson hefur gefið hverjum keppanda eigulega bók og þökkum við sérstaklega fyrir velvild þeirra. MA gefur taupoka og penna, hvort tveggja merkt skólanum og þökkum við einnig fyrir það. Viðurkenningar þessar voru veittar í Kvosinni sl. mánudag 10. desember.
Þeir nemendur sem áttu þrjár bestu sögurnar voru (í stafrófsröð):
Bryndís Jóna Birgisdóttir með söguna Shelter,
Magdalena Sigurðardóttir með söguna All the Birds Now Look to Me
Magni Steinn Þorbjörnsson með söguna Mædsleuth.
Við óskum þeim þremur innilega til hamingju og þökkum öllum þeim sem sendu inn sögur.
Magni, Magdalena og Bryndís