- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Úrslit í kosningum til stjórna og ráða í skólalífinu voru kunngerð í dag. Nýr formaður Hugins skólafélags MA er Fjölnir Brynjarsson. Mjótt var á munum á milli Fjölnis og Starra Steindórssonar og þurfti að kjósa á ný á milli þeirra og reyndar líka um embætti forseta Hagsmunaráðs. Stjórnarskipti verða í fyrramálið, föstudag.
25 nemendur voru í framboði til stjórnar Hugins, 13 strákar og 12 stelpur. Í stjórn voru kosnir 5 strákar og 3 stelpur. Til annarra embætta voru stúlkur um 2/3 frambjóðenda og úrslit kosninga sömuleiðis.
Í þessum kosningum var líka valinn Íþróttamaður MA árið 2014-15 og það var spretthlauparinn Kolbeinn Höður Gunnarsson sem hreppti titilinn.
Hér er yfirlit um þá sem hlutu kosningu:
Stjórn Hugins, skólafélags MA 2015-16 er sem hér segir:
Formaður Hugins, inspector scholae: Fjölnir Brynjarsson
Varaformaður: Fannar Rafn Gíslason
Gjaldkeri: Bjarki Bernardsson
Ritari: Óskar Jóel Jónsson
Skemmtanastjóri: Jóhanna Þorgilsdóttir
Meðstjórnandi: Agnes Erla Hólmarsdóttir
Forseti fjáröflunarnefndar: Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir
Forseti Hagsmunaráðs: Ólafur Ingi Sigurðarson
Ritstjóri Munins: Kristófer Alex Guðmundsson
Formaður ÍMA, Íþróttafélags MA: Jakob Snær Árnason
Formaður LMA, Leikfélags MA: Kjartan Þórðarson
Vefstjóri: Erla Diljá Sæmundardóttir
Fulltrúar nemenda í skólaráð: Kamilla Dóra Jónsdóttir og Stefán Ármann Hjaltason
Fulltrúi í skólanefnd: Sonja Rún Magnúsdóttir
Fulltrúar í jafnréttisráð: Jórunn Rögnvaldsdóttir og Breki Arnarson
Fulltrúi í Sambandi íslenskra framhaldsskóla: Erla Diljá Sæmundardóttir
Fulltrúar í Hagsmunaráð: Kamilla Dóra Jónsdóttir, Helka Liv Maríasdóttir og María Lillý Ragnarsdóttir
Fulltrúar í fjáröflunarnefnd: Sonja Run Magnúsdóttir, Fjölnir Unnarsson og Harpa Mukta Birgisdóttir