- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í dag var kunngert hver væri niðurstaða kosninga til stjórnar skólafélagsins og margra annarra embætta næsta vetur.
Nýr formaður Hugins, skólafélags MA, er Valgeir Andri Ríkharðsson, nýr varaformaður er Gunnar Torfi Steinarsson, gjaldkeri Birta Rún Jóhannsdóttir, ritari Aðalsteinn Jónsson, skemmtanastjóri Páll Axel Sigurðsson, meðstjórnandi Eyrún Björg Guðmundsdóttir, Snjólaug Heimisdótir verður forseti fjáröflunarnefndar og Melkorka Kristjándóttir forseti Hagsmunaráðs Hugins.
Ritstjóri Munins, skólablaðs MA næsta skólaár verður Brák Jónsdóttir, Karlotta Sigurðardóttir verður formaður TóMA, Elvar Óli Marinósson mun stjórna ÍMA, Magnús Ingi Birkisson verður formaður LMA, og Ríkey Þöll Jóhannesdóttir stjórar Málfundafélaginu. PríMA, dansfélag MA verður undir stjórn Katrínar Birnu Vignisdóttur, nýr vefstjóri Munins er Ásta Guðrún Eydal, og Axel Björnsson verður fulltrúi skólans í Sambandi islenskra framhaldsskóla.
Fulltrúi nemenda í skólanefnd verður Lóa Aðalheiður Kristínardóttir og fulltrúar nemenda í skólaráði Alexandra Sól Ingófsdótir og Sólveig Rán Stefánsdóttir, en Hólmfríður Svala Jósefsdóttir og Matthías Már Kristjánsson voru kosin fulltrúar nemenda i Jafnréttisráð MA.
Auk þess voru kjörnir fulltrúar bekkja í skemmtinefnd, fjáröflunarnefnd og Hagsmunaráð.
Myndin er símamynd af nýkjörinni stjórn MA