Ferðbúnar í 4A 2013
Ferðbúnar í 4A 2013

Þessi föngulegi hópur nemenda í 4. bekk máladeildar fer í kvöld akandi til Keflavíkur og í fyrramálið fljúgandi eitthvað út í buskann. Hvert þær fara vita stúlkurnar ekki fyrr en þær eru komnar inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þá verður ljóst hverjir ákvöðrunarstaðirnir eru og hverjar þeirra verða fararstjórar.

Stúlkurnar eru á ferðamálakjörsviði máladeildarinnar og hafa alla þessa önn unnið að því að afla heimilda og setja saman ferðamannaupplýsingar fyrir eina borg í Evrópu. Í nokkrum þeirra bíður það verkefni að koma sér fyrir og safna heimildum í máli og myndum og á myndböndum um þessar borgir, taka viðtöl við heimamenn á þeirra máli og vinna að því loknu úr þessu öllu saman heimildamyndband um borgina. Til þessa hafa þær takmarkaðan tíma. Koma sér á staðinn á morgun, föstudag, og vera komnar til baka til Íslands á sunnudag. Myndbandinu á svo að skila tilbúnu í annarlok.

Þetta er í síðasta sinn sem ferðamálakjörsviðið er eyrnamerkt málabrautinni en í nýju námskránni verður þetta ferðamálafræðilína á tungumála- oig félagsgreinasviði.