Úthlutað var úr Uglunni, hollvinasjóði MA, í fyrsta sinn 17. júní. Ragna Árnadóttir fulltrúi 25 ára stúdenta tilkynnti að sjóðurinn hefði ákveðið að veita styrk til allra þeirra þriggja verkefna sem um var sótt.

25 ára stúdentar stofnuðu þennan sjóð fyrir nokkrum árum og hafa nokkrir afmælisárgangar gefið í hann síðan, og t.d. gáfu 50 ára stúdentar nú hálfa milljón. Í stjórn sjóðsins situr fulltrúi 25 ára stúdenta hverju sinni, forseti hagsmunaráðs, fulltrúi kennara og fjármálastjóri.

Í lok mars voru auglýstir til umsóknar styrkir úr sjóðnum. Þrjú verkefni hlutu styrk; Hildur Hauksdóttir og Jónas Helgason vegna samþættingar ensku og landafræði í 2. bekk, Sigrún Aðalgeirsdóttir vegna námsferðar nýjum valáfanga í þýsku og Hólmfríður Jóhannsdóttir og Unnar Vilhjálmsson til að bæta íþróttaaðstöðu nemenda.