- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Síðastliðinn föstudag var úthlutað úr Minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar, sem lést vorið 2019 aðeins 25 ára, eftir fimm ára baráttu við krabbamein. Baldvin var fæddur 15. janúar 1994 og hefði því orðið 27 ára á föstudaginn. Baldvin brautskráðist frá MA vorið 2014.
Menntaskólanum á Akureyri var veittur 400 þúsund króna styrkur sem nota skal til kaupa á tækjum í útiæfingaaðstöðu sem verið er að koma upp við skólann. Það voru frænkur Baldvins, Helga Guðrún Númadóttir og Steinunn Alda Gunnarsdóttir, sem afhentu Jóni Má Héðinssyni skólameistara gjöfina. Sjóðurinn færði einnig Kvennaathvarfinu Ipad tölvu auk 300 þúsund króna styrks, en gjöfinni er ætlað að bæta aðstöðu fyrir börn sem dvelja í athvarfinu á Akureyri.
Tilgangur minningarsjóðsins er að styrkja einstaklinga, hópa eða félög á sviði íþrótta- og mannúðarmála.