- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Að venju var tilkynnt um úthlutun úr Uglusjóði við brautskráningu 17. júní.
Þann 17. júní 2009 stofnuðu 25 ára stúdentar, sem brautskráðust frá Menntaskólanum á Akureyri 1984, Ugluna, sem er hollvinasjóður MA. Hlutverk sjóðins er að styðja við þróun og nýsköpun í skólastarfi Menntaskólans á Akureyri. Sjóðnum er ætlað að vera stuðningur við þróunarstarf í MA en jafnframt vettvangur fyrir nemendur og starfsmenn að leita til um önnur mál tengd skólastarfinu.
Hægt er að skrá sig sem hollvin sjóðsins og styrkja þannig sjóðinn um 3000 krónur á ári.
Úthlutun 2020:
Einar Sigtryggsson: Kostnaður við jarðfræðiferð með 2. bekk TUVX á næstu haustönn
StemMA myndbandafélag: Myndavélabúnaður sem var keyptur í COVID lokun
Arnfríður Hermannsdóttir: 4 stk af sýndaveruleikagleraugunum Oculus Go 64 gb.
Stoðþjónusta MA: Kaup á android spjaldtölvum.
Hafsteinn Davíðsson: Streymibúnaður í Kvosina
Sara María Birgisdóttir fyrir hönd FemMA: Vegna viðburða í jafnréttisviku og annarra starfa FemMA innan skólans
Muninn : Prentun á skólablaði
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri: Vegna tekjutaps í kjölfar samkomubanns. Þessi styrkur verður nýttur til þess að tryggja áframhaldandi öfluga starfsemi Leikfélags Menntaskólans á Akureyri þ.e. uppsetningu árlegs leikrits.
Jóhann Sigursteinn Björnsson og Þórhildur Björnsdóttir: Styrkurinn er ætlaður til námsefnisgerðar í eðlisfræði.
Brynhildur Frímannsdóttir - Bókasafn MA: Til kaupa á hleðslutækjum fyrir fartölvur og heyrnartólum með hljóðnema til útleigu til nemenda og starfsmanna.
Hólmfríður Jóhannsdóttir: Ýmis íþróttatæki og áhöld, þannig að hægt sé að hafa fjölbreyttari íþróttakennslu bæði innan og ekki síst utandyra.
Hafsteinn Davíðsson: Hátalarar í Hljómbúrið
Alls voru veittir styrkir fyrir 2,839,980.