- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Þó lofthiti sé ekki mikill þessa dagana skín sólin og varla hreyfir vind í kringum skólann. Kennarar og nemendur nýta sér það eins og kostur er. Til marks um þetta hafa nemendur iðkað útiíþróttir, spilað kubb og tekið þátt í ratleikjum síðustu dægrin. Þegar þessi orð eru rituð eru nemendur og kennarar í náttúrulæsi í Mývatnssveit í árlegri námsferð á þeim slóðum. Fleiri leiðangrar nemenda og kennara út í náttúruna eru fyrirhugaðir á næstu dögum og vikum. Nú vonum við bara að sólin haldi áfram að skína og að lofthiti hækki.