Skemmtilegt próf í Ísland-nát vorið 2012. Mynd: JH
Skemmtilegt próf í Ísland-nát vorið 2012. Mynd: JH

Nokkuð sérstakt form var á lokaprófi í náttúrufræðihluta Íslandsáfanga hjá fyrsta bekk. Prófið var haldið utanhúss og gátu nemendur valið sér mismunandi viðfangsefni. Nokkur hópur nemenda vann að viðfangsefnum í jarðfræði á Glerárdal á meðan annar hópur glímdi við líffræði, fyrst í Lystigarðinum, en gekk síðan niður í fjöru og alveg yfir í Vaðlareitinn. Loks gekk stór hópur upp að Skólavörðunni á Vaðlaheiði þaðan sem horft var yfir Eyjafjörð, dalina, ána og  og fjöllin. Viðfangsefni þeirra var svo að teikna helstu landslagsform sem fyrir augu bar, svo sem skessusæti, hengidali og bugður Eyjafjarðarár. Á meðfylgjandi myndum má sjá nemendur á leið upp á heiðina og svo hvar þeir sitja í góða veðrinu og einbeita sér að prófinu.

Sjá nokkrar myndir í myndasafni.